Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 18:54
Elvar Geir Magnússon
Funheitur Jónatan Ingi með fimm mörk í fjórum leikjum
Jónatan Ingi kom til Vals frá Sogndal fyrir þetta tímabil.
Jónatan Ingi kom til Vals frá Sogndal fyrir þetta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson hefur svo sannarlega verið heitur með Val síðustu vikur en hann kom liðinu yfir gegn Stjörnunni í leik í Bestu deildinni sem nú er í gangi.

Hann hefur því skorað í fjórum leikjum í röð fyrir Val og er kominn með fjögur deildarmörk og eina stoðsendingu í þessum mánuði. Hann skoraði einnig í bikarsigri gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Kristinn Freyr gerir rosalega vel, hann er með mann í sér og nær að snúa honum af sér. Leggur svo boltann á Jónatan sem keyrir í átt að marki og lætur vaða. Boltinn hrekkur svo af Daníel þannig Arni veit ekkert hver boltinn er að fara og getur lítið gert við því þegar hann syngur í netinu," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson, sem textalýsir leiknum, þegar Jónatan skoraði.

Jónatan skoraði eitt mark í 3-1 sigri gegn Aftureldingu í bikarnum 17. maí, bæði mörkin í 2-1 útisigri gegn HK 21. maí og eitt mark í 2-2 jafntefli gegn uppeldisfélagi sínu FH þann 25. maí áður en kom að þessum leik í kvöld.

Þegar þessi frétt er skrifuð er hálfleikur í leik Vals og Stjörnunnar og staðan er 2-0. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði annað mark Vals en þetta var hans fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner