Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Átta ára samningur Pardew hjá Newcastle átti að klárast í dag
Mynd: Getty Images
Árið 2012 vakti Mike Ashley, eigandi Newcastle, athygli þegar hann gerði átta ára samning við Alan Pardew, þáverandi stjóra liðsins. Sá samningur hefði átt að renna út í dag.

Pardew tók við Newcastle árið 2010 og vorið 2012 endaði liðið í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Ashley verðlaunaði Pardew með nýjum átta ára samningi þrátt fyrir að hann ætti þá fjögur ár eftir af fyrri samningi sínum við félagið.

Pardew hætti hjá Newcastle árið 2014 til að taka við Crystal Palace.

Pardew tók síðar við WBA árið 2017 og á nýliðnu tímabili stýrði hann ADO Den Haag í Hollandi en hann hætti störfum þar á dögunum.

Athugasemdir
banner
banner
banner