Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Inter opinberar nýja treyju
Mynd: Inter
Ítalska félagið Inter hefur opinberað nýja treyju sína fyrir næsta tímabil.

Miðað við samfélagsmiðla virðist treyjan að mestu fá mjög góð viðbrögð. Það eru þó skiptar skoðanir eins og gengur og gerist í þessu.

Nike gerir treyjuna og í stað þess að hafa rendurnar beinar er boðið uppá sikk-sakk munstur.

Inter er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar. Liðið stefndi á að gera atlögu að Ítalíumeistaratitlinum en er átta stigum frá toppliði Juventus.

Inter hefur gengið frá því að Alexis Sanchez og Victor Moses verða út tímabilið á Ítalíu en þeir eru á lánssamningum frá Manchester United og Chelsea. Samningarnir áttu að renna út í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner