Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Frakkar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga - Stórleikur í 8-liða úrslitum
Arnaud Kalimuendo skoraði fyrir Frakka
Arnaud Kalimuendo skoraði fyrir Frakka
Mynd: Getty Images
Þá er það ljóst hvaða þjóðir eru komnar áfram í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna karlamegin.

Frakkar unnu sannfærandi 3-0 sigur á Nýja-Sjálandi í A-riðli. Jean-Philippe Mateta, Desire Doue og Arnaud Kalimuendo skoruðu mörk Frakka í sigri sem hefði getað verið töluvert stærri.

Heimamenn áttu 32 skottilraunir í leiknum en aðeins tíu á rammann.

Bandaríkin unnu 3-0 sigur á Gíneu. Djordje Mihailovic skoraði fyrsta markið og þá gerði Kevin Paredes tvö. Frakkar og Bandaríkjamenn fara upp úr A-riðlinum en Frakkar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga á meðan Bandaríkin fékk sex stig.

Japan og Paragvæ fara upp úr D-riðli. Japan vann Ísrael, 1-0, en markið gerði Mao Hosoya í uppbótartíma síðari hálfleiks. Paragvæ fer áfram með Japan eftir að hafa unni 1-0 sigur á Malí. Marcelo Fernandez gerði sigurmarkið.

Japan hafnaði í efsta sæti með 9 stig og Paragvæ í öðru með 6 stig.

Það er allt klárt fyrir 8-liða úrslitin. Stórleikurinn er leikur Frakklands og Argentínu, en A-landsliðin mættust einmitt í úrslitaleik HM í Katar fyrir tveimur árum.

8-liða úrslitin
Marokkó - Bandaríkin
Japan - Spánn
Egyptaland - Paragvæ
Frakkland - Argentína

Leikirnir fara fram föstudaginn 2. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner