Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 30. ágúst 2019 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Siggi: Leiðinlegasti seinni hálfleikur ævinnar
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkusigur og það sem við ætluðum okkur í dag. Ég er mjög ánægður," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 2 - 0 sigur á Haukum í Inkasso-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

„Leikurinn var sérstakur. Þeir lágu til baka í fyrri hálfleik og voru að nota háa bolta á okkur. Við vorum miklu miklu betra liðið í fyrri hálfleik," sagði hann.

„Svo í seinni hálfleik setja þeir pressu á okkur og eru að dæla löngum boltum. Þetta var líklega leiðinlegast seinni hálfleikur sem ég hef horft á á ævinni. En við gerðum þetta bara vel og þeir fengu litla sénsa og við kláruðum þetta bara, vel gert."

Leiknir gerði jafntefli í síðasta leik í deildinni gegn Þór á laugardaginn. Bjarki Aðalsteinsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og mikil umræða skapaðist í kjölfar hans enda töldu Leiknismenn sig svikna. Hvernig gekk að ná liðinu niður eftir það?

„Það þurfti engan veginn að ná liðinu niður eftir það. Við vorum bara flottir alla vikuna og það þurfti ekki einu sinni að ræða þetta. Við komum mjög vel gíraðir inn í leikinn og ekkert mál."

Leiknir er í 4. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sæti sem gefur sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Siggi segir markmiðið að klára sitt og vona það besta í öðrum úrslitum.

„Við ætlum að vinna restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur," sagði hann að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner