„Þetta var hörkusigur og það sem við ætluðum okkur í dag. Ég er mjög ánægður," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 2 - 0 sigur á Haukum í Inkasso-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Haukar
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan
„Leikurinn var sérstakur. Þeir lágu til baka í fyrri hálfleik og voru að nota háa bolta á okkur. Við vorum miklu miklu betra liðið í fyrri hálfleik," sagði hann.
„Svo í seinni hálfleik setja þeir pressu á okkur og eru að dæla löngum boltum. Þetta var líklega leiðinlegast seinni hálfleikur sem ég hef horft á á ævinni. En við gerðum þetta bara vel og þeir fengu litla sénsa og við kláruðum þetta bara, vel gert."
Leiknir gerði jafntefli í síðasta leik í deildinni gegn Þór á laugardaginn. Bjarki Aðalsteinsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og mikil umræða skapaðist í kjölfar hans enda töldu Leiknismenn sig svikna. Hvernig gekk að ná liðinu niður eftir það?
„Það þurfti engan veginn að ná liðinu niður eftir það. Við vorum bara flottir alla vikuna og það þurfti ekki einu sinni að ræða þetta. Við komum mjög vel gíraðir inn í leikinn og ekkert mál."
Leiknir er í 4. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sæti sem gefur sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Siggi segir markmiðið að klára sitt og vona það besta í öðrum úrslitum.
„Við ætlum að vinna restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur," sagði hann að lokum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir