Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 30. ágúst 2019 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Siggi: Leiðinlegasti seinni hálfleikur ævinnar
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkusigur og það sem við ætluðum okkur í dag. Ég er mjög ánægður," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 2 - 0 sigur á Haukum í Inkasso-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

„Leikurinn var sérstakur. Þeir lágu til baka í fyrri hálfleik og voru að nota háa bolta á okkur. Við vorum miklu miklu betra liðið í fyrri hálfleik," sagði hann.

„Svo í seinni hálfleik setja þeir pressu á okkur og eru að dæla löngum boltum. Þetta var líklega leiðinlegast seinni hálfleikur sem ég hef horft á á ævinni. En við gerðum þetta bara vel og þeir fengu litla sénsa og við kláruðum þetta bara, vel gert."

Leiknir gerði jafntefli í síðasta leik í deildinni gegn Þór á laugardaginn. Bjarki Aðalsteinsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og mikil umræða skapaðist í kjölfar hans enda töldu Leiknismenn sig svikna. Hvernig gekk að ná liðinu niður eftir það?

„Það þurfti engan veginn að ná liðinu niður eftir það. Við vorum bara flottir alla vikuna og það þurfti ekki einu sinni að ræða þetta. Við komum mjög vel gíraðir inn í leikinn og ekkert mál."

Leiknir er í 4. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sæti sem gefur sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Siggi segir markmiðið að klára sitt og vona það besta í öðrum úrslitum.

„Við ætlum að vinna restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur," sagði hann að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner