Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fös 30. ágúst 2019 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Siggi: Leiðinlegasti seinni hálfleikur ævinnar
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Siggi Höskulds hefur ekki séð leiðinlegri seinni hálfleik á ævi sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkusigur og það sem við ætluðum okkur í dag. Ég er mjög ánægður," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 2 - 0 sigur á Haukum í Inkasso-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

„Leikurinn var sérstakur. Þeir lágu til baka í fyrri hálfleik og voru að nota háa bolta á okkur. Við vorum miklu miklu betra liðið í fyrri hálfleik," sagði hann.

„Svo í seinni hálfleik setja þeir pressu á okkur og eru að dæla löngum boltum. Þetta var líklega leiðinlegast seinni hálfleikur sem ég hef horft á á ævinni. En við gerðum þetta bara vel og þeir fengu litla sénsa og við kláruðum þetta bara, vel gert."

Leiknir gerði jafntefli í síðasta leik í deildinni gegn Þór á laugardaginn. Bjarki Aðalsteinsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og mikil umræða skapaðist í kjölfar hans enda töldu Leiknismenn sig svikna. Hvernig gekk að ná liðinu niður eftir það?

„Það þurfti engan veginn að ná liðinu niður eftir það. Við vorum bara flottir alla vikuna og það þurfti ekki einu sinni að ræða þetta. Við komum mjög vel gíraðir inn í leikinn og ekkert mál."

Leiknir er í 4. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sæti sem gefur sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Siggi segir markmiðið að klára sitt og vona það besta í öðrum úrslitum.

„Við ætlum að vinna restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur," sagði hann að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner