Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mikael Egill í liði vikunnar á Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson hefur verið að gera frábæra hluti með unglingaliði Spal að undanförnu og var hann valinn í lið vikunnar á Ítalíu.

Mikael Egill, fæddur 2002, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spal í síðustu viku er liðið hafði betur gegn Sassuolo í bikarnum.

Um helgina var hann svo í byrjunarliðinu sem mætti Inter. Þar skoraði hann og lagði upp í 2-1 sigri og var valinn í lið vikunnar á vefsíðu Mondo Primavera.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Mikael og Ísland en þessi afar efnilegi miðjumaður hefur spilað 26 leiki fyrir yngri landsliðin.

„Hann opnaði ballið í slagnum gegn Inter með flottu vinstrifótar skoti. Frábær liðsmaður á miðjunni þökk sé gæðum og vinnusemi. Hann gaf ekki sentimeter allan leikinn og lagði upp sigurmarkið fyrir Seck. Hann virkaði óþreytanlegur," segir á vefsíðu Mondoprimavera.com.
Athugasemdir
banner
banner
banner