Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 30. september 2022 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag um Maguire: Gæðin skína í gegn á æfingum
Mynd: EPA

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hefur enn trú á Harry Maguire, fyrirliða félagsins og landsliðsmanni Englands.


Raphael Varane og Lisandro Martinez hafa verið fyrir ofan Maguire í goggunarröðinni undanfarnar vikur er Rauðu djöflarnir hafa sigrað hvern leikinn fætur öðrum. Þeir töpuðu aðeins gegn Real Sociedad en þá var Maguire að spila sinn eina byrjunarliðsleik síðasta mánuðinn.

„Ég hef fulla trú á Harry, hann mun snúa þessu við. Ég efast það ekki," sagði Ten Hag þegar hann var spurður út í alla neikvæðnina í kringum Maguire, sem hefur verið gagnrýndur fyrir slakar frammistöður bæði með Man Utd og enska landsliðinu á upphafi tímabils.

„Hann er fagmaður fram í fingurgóma og búinn að æfa gífurlega vel síðustu vikur. Gæðin hans skína í gegn á æfingum þannig við höfum ekki áhyggjur."

Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í fjarveru Maguire.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner