City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Nicolas Pepe skoraði sitt fyrsta mark í sigri Villarreal
Alex Baena
Alex Baena
Mynd: Getty Images

Villarreal 3 - 1 Las Palmas
1-0 Nicolas Pepe ('45 )
1-1 Fabio Silva ('47 )
1-1 Alex Baena ('51 , Misnotað víti)
2-1 Thierno Barry ('84 )
3-1 Alex Baena ('90 )


Nýliðar Las Palmas leita enn eftir fyrsta sigrinum í spænsku deildinni en liðið byrjaði sterkt á útivelli gegn Villarreal í kvöld. Fabio Silva og Ollie McBurnie fengu góð tækifæri til að koma liðinu á blað en tókst ekki að sigra Diego Conde í marki Villarreal.

Villarreal sótti í sig veðrið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og braut ísinn á loka mínútunni þegar Nicolas Pepe kom boltanum í netið og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Silva jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleik eftir undirbúning Adnan Januzaj. Stuttu síðar fékk Villarreal vítaspyrnu en Dinko Horkas varði spyrnuna frá Alex Baena.

Thierno Barry kom Villarreal yfir undir lok leiksins eftir undirbúning Baena og sá síðarnefndi innsiglaði sigurinn með marki í uppbótatíma.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 8 7 0 1 25 9 +16 21
2 Real Madrid 8 5 3 0 17 6 +11 18
3 Villarreal 8 5 2 1 17 15 +2 17
4 Atletico Madrid 8 4 4 0 12 4 +8 16
5 Athletic 8 4 2 2 12 8 +4 14
6 Mallorca 8 4 2 2 8 6 +2 14
7 Osasuna 8 4 2 2 12 13 -1 14
8 Betis 8 3 3 2 8 7 +1 12
9 Vallecano 8 2 4 2 9 8 +1 10
10 Celta 8 3 1 4 15 15 0 10
11 Alaves 8 3 1 4 11 12 -1 10
12 Girona 8 2 3 3 9 11 -2 9
13 Sevilla 8 2 3 3 8 10 -2 9
14 Real Sociedad 8 2 2 4 6 7 -1 8
15 Getafe 8 1 4 3 5 6 -1 7
16 Leganes 8 1 4 3 5 9 -4 7
17 Espanyol 8 2 1 5 7 12 -5 7
18 Valencia 8 1 2 5 5 13 -8 5
19 Valladolid 8 1 2 5 4 17 -13 5
20 Las Palmas 8 0 3 5 9 16 -7 3
Athugasemdir
banner
banner
banner