Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 08:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Vestri fær Jón Þór til að stýra í síðustu leikjunum (Staðfest)
Jón Þór Hauksson stýrði Vestra með góðum árangri 2021 en hætti svo um veturinn til að taka við ÍA.
Jón Þór Hauksson stýrði Vestra með góðum árangri 2021 en hætti svo um veturinn til að taka við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson tekur við af Davíð Smára Lamude og mun stýra Vestra í þeim þremur leikjum sem eftir eru af leiktíðinni í Bestu deildinni. Frá þessu er greint á Vísi.

Í Innkastinu sem kom inn í gær var einmitt giskað á að þetta væri líkleg lending eftir að tilkynnt var skyndilega að Davíð væri hættur með Vestra.

Jón Þór er að góðu kunnur hjá Vestra en hann stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins 2021 og gerði þá góða hluti. Liðið endaði í 5. sæti Lengjudeildar og komst í undanúrslit í bikar. Hann hætti svo um veturinn og tók við ÍA.

Jón Þór hóf þetta tímabil sem þjálfari ÍA en var látinn fara í sumar eftir erfiða byrjun Skagamanna á tímabilinu.

Vísir segir það hafa verið frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð Smári steig frá borði. Liðið hefur verið í frjálsu falli eftir sögulegan sigur liðsins í Mjólkurbikarnum.

Síðasti leikur Davíðs með liðið var 0-5 tap gegn ÍBV en Vestramenn eru tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Vestri mun heimsækja KA og Aftureldingu áður en liðið leikur gegn KR á heimavelli í lokaumferðinni.

Uppfært: Vestri hefur staðfest að Jón Þór stýri liðinu í síðustu leikjunum.
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner
banner