Kórdrengir eru komnir upp í Lengjudeildina. Þeir enda á toppi 2. deildar karla eftir að hafa komið upp úr 3. deild í fyrra.
Kórdrengir voru fyrst í deildarkeppni 2017 og hefur félagið því komist upp í Lengjudeildina á fjórum árum.
KSÍ tók þá ákvörðun í dag að blása Íslandsmótið af og ráðast úrslitin á meðalfjölda stig. Tvær umferðir voru eftir í 2. deild og enda Kórdrengir á toppi deildarinnar.
Kórdrengir voru fyrst í deildarkeppni 2017 og hefur félagið því komist upp í Lengjudeildina á fjórum árum.
KSÍ tók þá ákvörðun í dag að blása Íslandsmótið af og ráðast úrslitin á meðalfjölda stig. Tvær umferðir voru eftir í 2. deild og enda Kórdrengir á toppi deildarinnar.
„Tilfinning er bara frábær, bara stórkostleg, eiginlega bara hálf ólýsanleg. Ég verð að vera hreinskilinn með það," segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.
„Það er búið að taka svolítið af manni að pústa út gleðinni en það verður bara að bíða betri tíma. Það stendur til að fagna en við verðum bara að fara eftir lögum með það og vonandi náum við að fagna þessu fyrir jól, áður en við verðum búnir að smíða nýtt lið eða aðrir komnir í annað lið - á meðan við erum enn einn hópur."
Kórdrengir voru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Finnst Davíð sú niðurstaða að blása mótið af vera sanngjörn?
„Fyrst að það var búið að gefa út þessi lög og að öll lið vissu að þetta gæti endað svona, þá hlýtur hún að vera sanngjörn. Ég er gamall Framari og auðvitað svíður manni fyrir Framara að vera ekki að fara upp á markatölu. Það hlýtur að vera hrikalega sárt."
„Við ræddum það svo sem innan hópsins að hver einasti leikur í sumar, eftir að þessi lög voru gefin út, væru úrslitaleikir. Við yrðum að halda okkur við toppinn í allt sumar og við vorum að ég held aldrei neðar en í öðru sæti," segir Davíð Smári.
Kórdrengir voru nýliðar í deildinni en eru með mjög góðan leikmannahóp. Er árangurinn betri en búist var við?
„Það er erfitt að svara því; já og nei. Ef ég horfi á þetta ár, þá myndi ég segja að árangurinn sé það sem við lögðum upp með. Þegar litið er á það að við fáum á okkur 13 mörk og skorum flest mörk, töpum bara tveimur leikjum, þá er árangurinn sturlaður."
„Í heildina, frá því við byrjuðum á þessu ævintýri fyrir fjórum árum, þá eru engin orð til að lýsa því hversu mikið betri þessi árangur er heldur en maður nokkurn tímann bjóst við. Hvað varðar þetta tímabil sérstaklega þá ætluðum við alltaf að vinna deildina, en við fáum bara 13 mörk á okkur og skorum flest mörk. Við erum líka að spila leikkerfi sem ætti að valda því kannski að við fáum fleiri mörk á okkur. Eigum við ekki að segja að við séum eina liðið á landinu sem er að spila þriggja manna hafsentakerfi og að ná árangri? Þetta er framar vonum."
Davíð Smári segir að viðræður séu hafnar við leikmenn fyrir næstu leiktíð, leikmenn sem koma til með að styrkja hópinn.
Það verður stórt skref upp á við fyrir Kórdrengi að fara í Lengjudeildina en það verður spennandi að fylgjast með liðinu næsta sumar.
„Stefnan er fyrst og fremst núna að styrkja liðið. Það er erfitt að svara því núna á sama degi og við vinnum 2. deildina að segja til um hvað við ætlum að gera á næsta ári, en við gefum það út að við erum ekki í neinni þróun á ungum leikmönnum og við förum í alla leiki til að vinn þá. Plönin eru skýr en við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki bara minnsta félagið í Lengjudeildinni, við erum líka minnsta félagið í 4. deild. Við erum langminnsta félagið í deildarkeppni KSÍ myndi ég halda."
„Við gerum okkur grein fyrir því að yfirlýsingar um að við ætlum að vinna Lengjudeildina á næsta ári séu kannski fullstórar, en það er leikmannahópsins að ákveða það á næsta ári. Ég sem þjálfari fer í alla leiki til að vinna og fel mig ekki á bak við það. Manni langar að vinna allt. Þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Með því að smella hérna má hlusta á Davíð Smára í Miðjunni fyrir tímabil þar sem hann ræðir nánar um Kórdrengjaævintýrið.
Athugasemdir