Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. október 2020 20:16
Magnús Már Einarsson
KR-ingar reiðir - Eru að skoða sín mál
Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.
Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir það fyrsta og maður er hálf reiður yfir þessari ákvörðun sambandsins," sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í kvöld.

Karlalið KR nær ekki Evrópusæti og kvennalið KR er fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir að KSÍ tilkynnti að leik sé lokið á Íslandsmótinu í ár vegna kórónuveirunnar.

KSÍ gaf í sumar út reglugerð um að hægt væri að hætta leik ef búið væri að spila 2/3 af mótinu. Í sömu reglugerð kom fram að mótið þyrfti að klárast fyrir 1. desember. Eftir nýja reglugerð stjórnvalda í dag var ljóst að það myndi ekki takast.

„Auðvitað var kvennaliðið komið í mikla brekku og staðan orðin tvísýn og erfið. Tímabilið í heild sinni eru vonbrigði hjá kvennaliðinu en þær áttu leiki inni. Hjá karlaliðinu voru líka vonbrigði en þar er verið að taka tvo möguleika af okkur til að na Evrópusæti, í deild og bikar. Við áttum leik inni í deildinni og þar erum við ekki á jafnréttisgrundvelli."

„Ég var búinn að gera KSÍ það ljóst í dag að við teldum að stjórnin hefði ekki heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri ekki í samræmi við lög sambandsins. Þessi ákvörðun er þess eðlis að hún stenst ekki skoðun að okkar mati,"
sagði Páll.

„Við ætlum að funda í fyrramálið og ákveða næstu skref. Þetta er væntanlega ekki það síðasta sem gerist í þessu máli. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta heimaskapað vandamál sem KSÍ bjó til með þessu 1. desember viðmiði. Við erum búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótið fyrir ákveðinn tíma. Ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum skilið af hverju dagsetningin 1. desember varð svona heilög."

„Þetta er mikið áfall fyrir félagið og áfall fyrir íslenska knattspyrnu. Í raun og veru er verið að gengisfella bikarkeppnina. Maður skilur ekki hvaða hagsmnir eru þarna undir. Það væri gaman að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í þessu máli."

„Ég skil ekki á hvaða vegferð KSÍ. Ég sagði við KSÍ í dag að það er verið að gefa eftir gegn þeim sem eru þreyttir. Það eru allir þreyttir á ástandinu en við erum að fórna meiri hagsmnum fyrir minni. Við erum að fórna félagslegum og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni. Svona hagsmunir eiga ekki að stjórna för,"
sagði Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner