Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 30. nóvember 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Óskar Hrafn: Upphæðin truflar okkar ekki og skiptir engu máli
Breiðablik varð í ár Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár.
Breiðablik varð í ár Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég veit það að Patrik Johannesen er öflugur leikmaður sem styrkir Breiðabliksliðið og það er alveg eðlilegt að það sé borgað fyrir hann
Ég veit það að Patrik Johannesen er öflugur leikmaður sem styrkir Breiðabliksliðið og það er alveg eðlilegt að það sé borgað fyrir hann
Mynd: blikar.is
Við þurfum að geta svissað á milli
Við þurfum að geta svissað á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann kemur úr aðeins öðruvísi umhverfi, úr KR sem menn hafa bara gott af að fá smá skammt af
Hann kemur úr aðeins öðruvísi umhverfi, úr KR sem menn hafa bara gott af að fá smá skammt af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við verðum að gefa honum þann tíma sem hann þarf
Við verðum að gefa honum þann tíma sem hann þarf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um Patrik: Maður er með einhverjar hugmyndir um hvar hann er bestur en svo byrjaru að vinna með honum og kemst að því, eins og gerðist með Ísak, að eiginleikar hans eru aðeins öðruvísi en maður hélt í upphafi.
Um Patrik: Maður er með einhverjar hugmyndir um hvar hann er bestur en svo byrjaru að vinna með honum og kemst að því, eins og gerðist með Ísak, að eiginleikar hans eru aðeins öðruvísi en maður hélt í upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur fengið fjóra nýja leikmenn til sín eftir að tímabilinu 2022 lauk í síðasta mánuði. Það eru þeir Alex Freyr Elísson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Eyþór Aron Wöhler og Patrik Johannesen. Þá eru þeir Benedikt Warén og Stefán Ingi Sigurðarson komnir aftur eftir að hafa verið á láni frá félaginu á liðnu tímabili.

Þeir Ísak Snær Þorvaldsson, Mikkel Qvist og Omar Sowe eru farnir. Í samtali við Fótbolta.net staðfesti svo Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að Adam Örn Arnarson og Elfar Freyr Helgason væru farnir frá félaginu. Adam er samningslaus og Elfar er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Vals.

Getum ekki alltaf gert ráð fyrir því að það sé raunin
Af þessum fimm var einungis Ísak Snær byrjunarliðsmaður hjá Breiðabliki á síðasta tímabili. Er Breiðablik að búast við því að missa leikmenn út í atvinnumennsku eða er hugsunin að breikka hópinn?

„Mikkel er farinn, Elli er á leiðinni í burtu, Omar Sowe er farinn, Ísak er farinn, Adam Örn er farinn, við fengum í raun aldrei neinn inn fyrir Juan Camilo Perez og Galdur fór á miðju tímabili," sagði Óskar. Camilo kom frá Venesúela eftir tímabilið 2021 en sleit krossband á undirbúningstímabilinu. „Hugsunin er að stoppa í þessi göt og síðan að styrkja og þétta raðirnar."

Viltu vera með stærri hóp en í fyrra?

„Sem betur fer voru ekki margir leikmenn lengi frá vegna meiðsla, við glímdum ekki við stór meiðsli hjá mörgum. Sá tími sem leikmenn voru frá var frekar lágur. Það voru tólf leikmenn sem spiluðu meira en 2/3 af mínútunum, sem er meira heldur en í fyrra jafnvel þó að það hafi verið töluvert fleiri leikir."

„Við getum ekki alltaf gert ráð fyrir því að það sé raunin og við þurfum að vera með aðeins stærri hóp. Það er hægt að stækka hópinn á tvo vegu, annars vegar að fá nýja leikmenn inn og svo vonandi eru leikmenn innan félagsins sem stíga upp í hlutverk."


Upphæðin skiptir engu máli - Berst um einhverja sóknarstöðuna
Talsvert hefur verið rætt um upphæðina sem Breiðablik greiddi Keflavík fyrir Patrik, talað hefur verið um ellefu milljónir. Truflar þessi umræða um verðmiðann eða eru Blikar ekkert að pæla í henni?

„Það truflar mig ekki neitt, ég veit ekki hvað er rétt tala og er ekki með það á hreinu. Ég veit það að Patrik Johannesen er öflugur leikmaður sem styrkir Breiðabliksliðið og það er alveg eðlilegt að það sé borgað fyrir hann. Keflavík fékk hann fyrir tímabilið og gerði mjög vel að finna hann. Upphæðin truflar okkar ekki og skiptir engu máli."

Viðtal við Patrik:
Kröfur sem koma með verðmiðanum - „Breiðablik alltaf númer eitt"

Í hvaða hlutverki sé Óskar Patrik fyrir sér?

„Ég held hann verði framar en að spila á miðjunni, en það er erfitt að segja núna. Maður er með einhverjar hugmyndir um hvar hann er bestur en svo byrjaru að vinna með honum og kemst að því, eins og gerðist með Ísak, að eiginleikar hans eru aðeins öðruvísi en maður hélt í upphafi. Patrik er frábær fótboltamaður, duglegur, öflugur, kraftmikill og með gæði sem gera Blikaliðið betra. Hann kemur með hungur inn í hópinn. Hvort að hann spili sem einn af fremstu þremur eða framarlega á miðjunni verður að koma í ljós. Hann mun berjast um einhverja af þessum sóknarstöðum."

Hlutirnir geta gerst hratt þegar glugginn er opinn
Er eitthvað á döfinni að leikmenn gætu farið frá Breiðabliki til erlendra félaga?

„Ekki svo ég viti til. Glugginn er lokaður núna en hann opnar í janúar, hlutirnir geta gerst hratt þá. Það er pottþétt áhugi á einhverjum af okkar leikmönnum en ég er svo sem ekki með neina yfirsýn yfir það."

Hefðbundnari bakvörður en Höskuldur
Er hugmyndin að fá Alex Frey að einhverju leyti sú að vera með öryggisnet ef Höskuldur Gunnlaugsson fer út í atvinnumennsku? Eða er Höskuldur mögulega hugsaður meira inn á miðjunni á næsta tímabili?

„Bæði og, Alex er hefðbundinn bakvörður, með gríðarlega orku og mikinn kraft. Hann er hefðbundnari bakvörður heldur en Höskuldur hefur verið. Ég held við þurfum að geta svissað á milli. Höskuldur hefur verið góður á miðjunni, getur spilað margar stöður, þannig þetta snýst um auka valmöguleika og að fjölga vopnunum í búrinu."

„Það verða ellefu sem spila hverju sinni, ellefu bestu sem spila, þeir sem leggja sig mest fram á æfingu og æfa best - nenna að leggja sig fram. Snýst líka um hungrið, hverjir eru hungraðir. Alex er klárlega tekinn inn sem eitt vopn í viðbót, spilar stöðuna öðruvísi en Höskuldur og Andri Rafn Yeoman. Hann er orkumikill og eins og með Patrik, hungraður."


Löngu tímabært að Arnór komi heim
Er Óskar að fá inn Arnór af því Elfar og Mikkel eru farnir? Þarf að taka inn einn í viðbót þar sem tveir eru farnir?

„Það verður bara að koma í ljós. Við tökum ekki inn leikmann nema hann passi inn í þetta og Arnór passar frábærlega inn í það að vera einn af þremur hafsentum og berjast um sæti í liðinu við Viktor og Damir. Það er löngu tímabært að hann komi heim, frábær leikmaður og frábær karakter. Hann ber aldurinn afskaplega vel, lítur alls ekki út fyrir að vera 36 ára. Hann er frábær karakter og leiðtogi. Hann kemur inn með hungur, ásamt reynslu. Hann kemur úr aðeins öðruvísi umhverfi, úr KR sem menn hafa bara gott af að fá smá skammt af," sagði Óskar sem lék með KR á sínum ferli og þjálfaði yngri flokka félagsins.

„Hvort að við fáum fjórða manninn inn verður að koma í ljós. Það eru kannski aðrir sem geta leyst þessa stöðu. Ef rétti maðurinn býðst á réttum tíma og það passar fyrir alla, þá getum við skoðað það, en við erum ekki að leita að fjórða hafsentinum"

Löngu tímabært, hefuru reynt að fá Arnór yfir áður?

„Ég segi bara svona, hann er bara Bliki og á að vera í Breiðabliki. Hann fór í KR og var frábær þar og átt góðan tíma þar. Þetta passar vel fyrir báða aðila. Hann er kominn að ákveðnum tímamótum á sínum ferlinum og við vildum fá hann inn."

Lítur út fyrir að Pétur eigi aðeins í land
Pétur Theodór Árnason sleit krossband fyrir rúmlega ári síðan. Það var í þriðja sinn Pétur hefur slitið krossband á ferlinum. Blikar byrjuðu að æfa á mánudaginn. Hvernig lítur út með hann í dag?

„Hann hætti á æfingu í dag og er að fara í skoðun á eftir. Það lítur fyrir að hann eigi aðeins í land, því miður. Lítið fyrir mig að segja annað en það, hvað gerist verður að koma í ljós. Vonandi er ekkert alvarlegt, en þetta erfitt. Þetta er erfitt líkamlega, erfitt andlega að koma til baka eftir þriðju slit. Við verðum að gefa honum þann tíma sem hann þarf."

Alltaf að leita að liðsstyrk
Eru Blikar í leit að frekari liðsstyrk?

„Við erum alltaf að leita að liðsstyrk, inn á við og út á við. Annars værum við ekki að vinna vinnuna okkar. Það er ekkert sem er 100% klárt í dag, en við erum alltaf að skoða spá og spekúlera, velta þessu fyrir okkur," sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner