Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. nóvember 2023 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Búfræðingur sem elskar klassíska tónlist dæmir hjá Íslandi á morgun
Esther Staubli og Marta á HM í sumar.
Esther Staubli og Marta á HM í sumar.
Mynd: EPA
Dómari leiks Wales og Íslands annað kvöld verður hin svissneska Esther Staubli sem hefur mikla reynslu og hefur verið FIFA dómari síðan 2006.

Staubli starfar sem búfræðingur en er einnig með fyrirlestra í háskóla. Hún er 44 ára gömul og hefur mikið dálæti á klassískri tónlist.

Hún dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar kvenna árin 2015 og 2019 og hefur dæmt á síðustu þremur heimsmeistaramótum kvenna, 2015, 2019 og 2023.

Þá dæmdi hún úrslitaleik Hollands og Danmerkur á EM 2017 í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner