PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   fim 30. nóvember 2023 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robbie Keane rauk úr viðtali á Kópavogsvelli - „Takk"
Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv.
Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv.
Mynd: EPA
Biton með ísraelska fánann.
Biton með ísraelska fánann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Robbie Keane, stjóri Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, rauk út úr viðtali við Vísi eftir 1-2 sigur gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Breiðablik var sterkari aðilinn lengst af í leiknum en Keane var á því máli eftir leikinn að hans menn hefðu átt að vinna leikinn.

„Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið," sagði Keane sem var öflugur leikmaður á sínum ferli og spilaði meðal annars fyrir Liverpool og Tottenham.

Það var mikill hiti í kringum þennan leik. Fyrir utan Kópavogsvöll, þar sem leikurinn fór fram, var mikill fjöldi að mótmæli og var mikil löggæsla. Stríðsátök geysa fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísralesmanna og Palestínumanna. Félagið Ísland – Palestína og hreyfingin BDS Ísland stóðu fyrir mótmælunum sem settu sinn svip á leikinn.

Andrúmsloftið var spennuþrungið og það varð ekkert minna spennuþrungið þegar Dan Biton, leikmaður Maccabi, skoraði í fyrri hálfleik. Hann fagnaði með því að hlaupa að bekknum og ná í ísraelska fánann. Það var hiti á vellinum eftir þetta og áhorfendur bauluðu á Biton meðan hann fagnaði með ísraelska fánanum. Keane var spurður út í þetta atvik en hann var greinilega ekki ánægður að fá spurningu með það.

„Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn," sagði Keane sem tekur ekki ábyrgð á þessum gjörningi.

„Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hins vegar sagt að það eru alls kyns hlutir utan vallar í kringum þennan leik, en sem atvinnmaður þá er einbeitingin mín á leiknum. Takk," sagði fyrrum sóknarmaðurinn og gekk í burtu áður en Ágúst Orri Arnarson, blaðamaður Vísis, gat borið upp aðra spurningu.


Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Athugasemdir
banner
banner
banner