Vinstri bakvörðurinn Daníel Freyr Kristjánsson var einn af bestu mönnum Fredericia sem vann 2-0 sigur á Roskilde í dönsku B-deildinni í dag.
Daníel, sem er 19 ára gamall, er á láni frá Midtjylland, en hann hefur hjálpað Fredericia að komast í baráttu um sæti í efstu deild.
Hann var í vinstri bakverðinum í dag í sigrinum á Roskilde og fékk 8,2 í einkunn á FotMob, en aðeins einn leikmaður var með hærri einkunn en hann.
Fredericia er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, sex stigum meira en næsta lið.
Birkir Bjarnason kom þá inn af bekknum þegar hálftími var eftir í 1-1 jafntefli Brescia gegn Bari í ítölsku B-deildinni.
Brescia er í 7. sæti með 19 stig eftir fimmtán umferðir.
Athugasemdir