Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   sun 30. nóvember 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Merino bjargaði stigi gegn tíu leikmönnum Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea 1 - 1 Arsenal
1-0 Trevoh Chalobah ('48 )
1-1 Mikel Merino ('59 )
Rautt spjald: Moises Caicedo, Chelsea ('38)

Chelsea og Arsenal skildu jöfn í Lundúnaslag á Stamford Bridge í kvöld.

Bukayo Saka fékk fyrsta færi leiksins þegar hann átti skot úr teignum en David Raya varði vel frá honum. Stuttu síðar komst Estevao í dauðafæri en skaut hátt yfir.

Það var mikill hasar í fyrri hálfleik en Arsenal fékk fjögur gul spjöld og Chelsea eitt gult og þá fékk Moises Caicedo rautt spjald fyrir að fara harkalega í ökklann á Mikel Merino.

Chelsea tókst að brjóta ísinn manni færri þegar Trevoh Chalobah skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Reece James strax í upphafi seinni hálfleiks.

Arsenal jafnaði metin stuttu síðar þegar Merino skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Saka.

Undir lok leiksins varði Robert Sanchez frábærlega frá MIkel Merino út í teiginn. Sanchez náði boltanum í annarri tilraun en Viktor Gyökeres kom á fullri ferð og braut á honum.

Merino átti síðasta tækifærið í blálokin en skallaði boltann yfir.

Arsenal er á toppnum með 30 stig, fimm stigum á undan Man City. Chelsea er í 3. sæti með 24 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner