Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 31. janúar 2017 23:24
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Heiðar Helgu skoraði í tapi gegn KV
Heiðar Helguson skoraði í kvöld.
Heiðar Helguson skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þróttur R. 2 - 3 KV
0-1 Gunnar Kristjánsson ('45)
0-2 Enok Ingþórsson ('51)
1-2 Heiðar Helguson ('66)
1-3 Gunnar Kristjánsson ('83)
2-3 Hans Sævarsson ('94)

Fyrrum landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson reif fram skóna og spilaði með Þrótti R. í 3-2 tapi liðsins gegn KV í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Hinn 39 ára gamli Heiðar skoraði fyrra mark Þróttar í leiknum.

KV komst í 2-0 áður en Heiðar minnkaði muninn eftir barning í teignum. Heiðar hefur lítið spilað síðan hann yfirgaf Cardiff sumarið 2013. Árið 2015 spilaði hann tvo leiki með SR í fjórðu deildinni og skoraði eitt mark.

Fleiri gamlar kempur spiluðu með Þrótti R. í kvöld og má þar nefna Björgólf Takefusa, Erling Jack Guðmundsson, Hall Hallsson, Baldvin Hallgrímsson og bræðurnir Hans og Jens Sævarssynir. Fáir leikmenn spiluðu í kvöld sem voru með í leiknum gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu á laugardag.

Gunnar Kristjánsson skoraði tvívegis fyrir KV í kvöld og Enok Ingþórsson skoraði eitt mark.

KV er með fjögur stig líkt og Afturelding eftir tvær umferðir í riðlinum. Þrjú lið geta ennþá unnið riðilinn og komist í úrslitaleikinn. KV mætir Aftureldingu á laugardag en á sunnudag leika Þróttur R. og Selfoss.

Staðan fyrir lokaumferðina:
1. Afturelding 4 stig (+2)
2. KV 4 stig (+1)
3. Selfoss 2 stig (0)
4. Þróttur R. 0 stig (-3)
Athugasemdir
banner
banner
banner