Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 31. janúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Leroy Sane byrjaður að æfa
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að Leroy Sane sé byrjaður að æfa aftur eftir aðgerð á hné.

Sane sleit krossband í ágúst og hefur verið frá keppni síðan þá.

Sane ætti að ná að snúa aftur áður en tímabilinu lýkur.

„Þetta eru góðar fréttir. Hreyfingar hans eru mjög góðar og það er gott að fá hann aftur," sagði Guardiola.

Sane hefur verið sterklega orðaður við Bayern Muncen en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá City.
Athugasemdir
banner