Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Engin mörk skoruð á Ólympíuvellinum
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Getty Images
Hertha 0 - 0 Schalke 04

Það var einn leikur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og var hann ekki alveg sá skemmtilegasti. Leikurinn fór fram á Ólympíuvellinum í Berlín.

Hertha Berlín tók á móti Schalke í höfuðborginni og var leikurinn í járnum alveg til enda. Schalke var aðeins sterkari aðilinn, en tókst ekki að koma boltanum inn.

Niðurstaðan markalaust jafntefli í þessum leik í Berlín og taka bæði lið því eitt stig með sér inn í helgina.

Sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek kom inn hjá Hertha eftir rúman klukkutíma. Hann var keyptur til félagsins frá AC Milan í gær.

Schalke er í sjötta sæti Bundesligunnar með 34 stig. Hertha er í 13. sæti með 23 sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner