Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 31. mars 2021 12:40
Elvar Geir Magnússon
Per Rud ræður Daniel Agger sem þjálfara
Lars Jacobsen og Daniel Agger.
Lars Jacobsen og Daniel Agger.
Mynd: HB Köge
Danska félagið HB Köge hefur ráðið nýja þjálfara fyrir aðallið sitt en það eru þeir Daniel Agger og Lars Jacobsen sem hafa verið ráðnir.

Agger verður aðalþjálfari en hann hefur verið að mennta sig í þjálfarafræðunum síðan hann lagði skóna á hilluna 2016 eftir erfið meiðsli.

Agger er 36 ára og lék fyrir Bröndby og Liverpool á sínum leikmannaferli. Þá lék hann 75 landsleiki fyrir danska landsliðið.

Köge er í sjötta sæti dönsku B-deildarinnar en þeir félagar taka við liðinu eftir tímabilið. Aurelijus Skarbalius, núverandi þjálfari, hættir til að taka við starfi íþróttastjóra Capelli Sport.

Íþróttastjóri HB Köge er Per Rud sem var um skamman tíma íþróttastjóri hjá Þrótti 2015. Lasse Petry, sem var í liði ársins þegar Valur varð Íslandsmeistari í fyrra, er meðal leikmanna liðsins en í hópnum er einnig Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH.

Per Rud segir að félagið ætli sér að komast í deild þeirra bestu innan þriggja ára.
Athugasemdir
banner
banner