Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist aldrei hafa fundist hann vera „nægilega gamall“ til að hætta.
Hodgson er 75 ára og snýr aftur við stjórnvölinn í enska úrvalsdeildinni á morgun. Palace mætir þá Leicester en Hodgson var ráðinn út tímabilið, þegar Patrick Vieira var rekinn.
Hodgson er 75 ára og snýr aftur við stjórnvölinn í enska úrvalsdeildinni á morgun. Palace mætir þá Leicester en Hodgson var ráðinn út tímabilið, þegar Patrick Vieira var rekinn.
„Ég veit að kennitalan mín segir að ég sé nægilega gamall til að leggjast í helgan stein, en tilfinning mín er ekki þannig," segir Hodgson sem hætti hjá Palace 2021 en er nú mættur aftur.
„Ég hafði sætt mig við að vera hættur því það hafa allir aðrir sagt. Þegar ég hitti fólk á förnum vegi sagði það 'Ertu að njóta þess að vera hættur?' en á sama tíma hefur mér aldrei fundist ég nægilega gamall til að hætta."
Palace er í tólfta sæti úrvalsdeildarinnar en liðið hefur ekki unnið á þessu ári. Þetta slæma gengi varð til þess að Patrick Vieira var rekinn í mars. Lundúnaliðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Hodgson segist ekkert hafa rætt við stjórn félagsins um að halda áfram með liðið ef það nær að forðast fall.
Athugasemdir