Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 18:32
Elvar Geir Magnússon
Khalok aftur til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur samið við Abdelhadi Khalok um að klára tímabilið með félaginu.

Ólsarar þekkja Khalok vel en þessi 27 ára kantmaður spilaði með liðinu í fyrra og skoraði samtals 9 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum.

Fyrri hluta tímabilsins í ár lék hann með KFA en skiptir nú yfir og klárar tímabilið með Víkingum.

„Við bjóðum Khalok velkominn aftur til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu frá Víkingi Ólafsvík en í gær tilkynnti félagið um endurkomu spænska miðjumannsins Simon Colina.

Víkingur Ólafsvík er í öðru sæti 2. deildarinnar en liðið leikur gegn toppliði Selfoss á útivelli á morgun fimmtudaginn.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 21 16 2 3 49 - 25 +24 50
2.    Völsungur 21 12 4 5 42 - 26 +16 40
3.    Þróttur V. 21 12 3 6 55 - 33 +22 39
4.    Víkingur Ó. 21 11 6 4 47 - 29 +18 39
5.    KFA 21 11 2 8 49 - 38 +11 35
6.    Haukar 21 9 3 9 40 - 39 +1 30
7.    Höttur/Huginn 21 8 3 10 38 - 48 -10 27
8.    Ægir 21 6 6 9 27 - 33 -6 24
9.    KFG 21 5 5 11 36 - 42 -6 20
10.    Kormákur/Hvöt 21 5 4 12 18 - 39 -21 19
11.    KF 21 5 3 13 24 - 47 -23 18
12.    Reynir S. 21 4 3 14 27 - 53 -26 15
Athugasemdir
banner
banner