Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   mið 31. júlí 2024 18:32
Elvar Geir Magnússon
Khalok aftur til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur samið við Abdelhadi Khalok um að klára tímabilið með félaginu.

Ólsarar þekkja Khalok vel en þessi 27 ára kantmaður spilaði með liðinu í fyrra og skoraði samtals 9 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum.

Fyrri hluta tímabilsins í ár lék hann með KFA en skiptir nú yfir og klárar tímabilið með Víkingum.

„Við bjóðum Khalok velkominn aftur til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu frá Víkingi Ólafsvík en í gær tilkynnti félagið um endurkomu spænska miðjumannsins Simon Colina.

Víkingur Ólafsvík er í öðru sæti 2. deildarinnar en liðið leikur gegn toppliði Selfoss á útivelli á morgun fimmtudaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner