Chelsea hefur lánað hinn bráðefnilega Kendry Paez til Strasbourg út komandi keppnistímabil.
Chelsea og Strasbourg eru í eigu sömu aðila og þarna fara margir leikmenn á milli. Markvörðurinn Mike Penders er líka á láni hjá Strasbourg frá Chelsea.
Chelsea og Strasbourg eru í eigu sömu aðila og þarna fara margir leikmenn á milli. Markvörðurinn Mike Penders er líka á láni hjá Strasbourg frá Chelsea.
Paez var keyptur til Chelsea í júní 2023 en hann skipti bara yfir til félagsins í sumar eftir að hann varð 18 ára.
Hinn 18 ára gamli Paez hefur spilað fullt af leikjum fyrir aðallið Independiente del Valle í Ekvador og þá hefur hann leikið 18 landsleiki fyrir A-landslið Ekvador.
Núna fær hann tækifæri til að öðlast tækifæri á stærra sviði í Frakklandi áður en hann fær að spreyta sig með Chelsea.
Stuðningsmenn Chelsea eru gríðarlega spenntir fyrir Paez sem er án efa einn af efnilegustu leikmönnum heims.
Athugasemdir