Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 11:27
Elvar Geir Magnússon
Slot: Alltaf vonbrigði að sjá svona leikmenn fara
Luis Díaz og Mo Salah.
Luis Díaz og Mo Salah.
Mynd: EPA
Kólumbíski sóknarleikmaðurinn Luis Díaz var í gær kynntur sem nýr leikmaður Bayern München en Þýskalandsmeistararnir keyptu hann frá Liverpool fyrir 65,5 milljónir punda.

„Við unnum Englandsmeistaratitilinn með Luis og það er engin tilviljun, hann er mjög góður leikmaður og það eru alltaf vonbrigði að sjá svona leikmenn fara," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.

„Það var gaman að starfa með honum og hann var brosandi á æfingasvæðinu alla daga. Á hinn bóginn er hann seldur fyrir háar fjárhæðir en leikmenn koma og fara. Þannig virkar þessi bransi."

Díaz gekk til liðs við Liverpool frá Porto árið 2022 fyrir 37 milljónir punda. Hann vildi færa sig um set yfir til Bayern og segist hafa náð markmiðum sínum hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner