Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 31. ágúst 2021 14:55
Brynjar Ingi Erluson
AGF leggur fram tilboð í Mikael Neville - Undir honum komið
Mikael Neville Anderson gæti farið frá Midtjylland
Mikael Neville Anderson gæti farið frá Midtjylland
Mynd: Getty Images
Danska félagið AGF hefur lagt fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson hjá Midtjylland. Þetta kemur fram á vef Ekstra Bladet.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem AGF sýnir Mikael áhuga en það vildi fá hann frá Midtjylland í maí. Þá var greint frá því að AGF hafi boðið um það bil 800 þúsund evrur í leikmanninn en viðræðurnar náðu þó ekki langt.

Byrjunin á tímabilinu hefur reynst íslenska leikmanninum erfið en hann hefur aðeins byrjað einn leik og þá smitaðist hann af Covid 19 áður en hann sneri aftur í liðið.

Samkvæmt Ekstra Bladet hefur AGF lagt fram ferkst tilboð í Mikael og mun Midtjylland samþykkja það en það er undir leikmanninum komið hvort hann stökkvi á tækifærið eða skoði tilboð frá öðrum löndum í Evrópu.

Það er ljóst að Mikael fengi stærra hlutverk hjá AGF en þessi frambærilegi leikmaður er samningsbundinn Midtjylland til ársins 2023.
Athugasemdir
banner
banner