Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 31. ágúst 2021 23:07
Victor Pálsson
Carter-Vickers lánaður til Celtic (Staðfest)
Cameron Carter-Vickers hefur skrifað undir samning við Celtic í skosku úrvalsdeildinni.

Þetta var staðfest í kvöld en Carter-Vickers gerir lánssamning við skoska liðið út tímabilið.

Celtic getur svo keypt leikmanninn eftir tímabilið ef hann nær að standast væntingar hjá félaginu.

Carter-Vickers er 23 ára gamall og er landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hann hefur leikið með Tottenham síðan 2009.

Leikmaðurinn hefur aldrei spilað deildarleik fyrir aðalliðið og var í láni hjá Bournemouth í fyrra.

Athugasemdir