Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 31. ágúst 2021 23:23
Victor Pálsson
Falcao farinn frá Galatasaray - Á leið til Spánar
Radamel Falcao hefur yfirgefið lið Galatasaray í Tyrklandi eftir tvö ár hjá félaginu.

Falcao spilaði með Galatasaray frá 2019 til 2021 og skoraði 19 deildarmörk í 34 leikjum.

Hann er frægastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid þar sem hann lék við góðan orðstír frá 2011 til 2013 og fór þá til Monaco.

Falcao skoraði reglulega í frönsku deildinni og samdi síðar við Manchester United og Chelsea á láni þar sem illa gekk.

Rayo Vallecano er að tryggja sér leikmanninn á frjálsri sölu en hann er 35 ára gamall í dag.

Athugasemdir
banner
banner