Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. ágúst 2021 22:46
Victor Pálsson
Saul loksins kominn til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Saul Niguez hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea.

Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Saul hefur verið orðaður við Chelsea undanfarnar vikur.

Um er að ræða lánssamning sem gildir út tímabilið og getur Chelsea svo keypt hann endanlega á næsta ári.

Saul hefur gert garðinn frægan með Atletico Madrid og lék með aðalliði félagsins frá 2012 til 2021 en var eitt tímabil í láni hjá Rayo Vallecano árið 2013.

Saul er 26 ára gaMall miðjumaður en hann á að baki 19 landsleiki fyrir Spán og hefur gert í þeim þrjú mörk.

Þessi félagaskipti tóku sinn tíma en í kvöld var farið að efast um að Chelsea myndi ná þessu yfir línuna eftir vandræði með pappírsvinnuna hjá Atletico.

Chelsea fær Saul lánaðan út tímabilið og getur svo keypt hann fyrir um 30 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner