Það ríkir mikil gleði í Kópavogi eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með 2-0 samanlögðum sigri gegn Struga frá Norður-Makedóníu.
Gísli Eyjólfsson fór niður á hnén við lokaflautið. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
„Ég hef aldrei gert þetta áður, ég veit ekki hvaðan þetta kom. Þetta var líka þreyta. Að heyra lokaflautið, að þetta væri komið, að þetta væri búið. Maður var gjörsamlega sigraður í lokin. Það var ótrúlega ljúft að heyra lokaflautið," sagði Gísli við Arnar Laufdal eftir leik.
Gísli Eyjólfsson fór niður á hnén við lokaflautið. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
„Ég hef aldrei gert þetta áður, ég veit ekki hvaðan þetta kom. Þetta var líka þreyta. Að heyra lokaflautið, að þetta væri komið, að þetta væri búið. Maður var gjörsamlega sigraður í lokin. Það var ótrúlega ljúft að heyra lokaflautið," sagði Gísli við Arnar Laufdal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 FC Struga
„Ég held að maður muni átta sig á því á næstu dögum eða næstu vikum hvaða afrek var að nást hérna í dag. Þetta hefur verið sturluð vegferð sem Óskar hefur tekið okkur í."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir