Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   lau 31. október 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Fyrsta tap Leipzig kom af hendi eigin lánsmanns
Gladbach 1 - 0 Leipzig
1-0 Hannes Wolf ('60)

Borussia Mönchengladbach tók á móti RB Leipzig í síðasta og jafnframt stærsta leik dagsins í þýska boltanum.

Staðan var markalaus í leikhlé en gestirnir frá Leipzig voru betri fram að hálfleiksflautinu í leik sem reyndist nokkuð bragðdaufur.

Heimamenn í Gladbach komust yfir á 60. mínútu þegar Hannes Wolf skoraði. Það vekur athygli að Wolf er samningsbundinn Leipzig, hann er hjá Gladbach á lánssamningi út tímabilið með kaupmöguleika. Hjá Gladbach spilar hann undir stjórn Marco Rose, fyrrum læriföður sínum hjá RB Salzburg,

Gestirnir frá Leipzig reyndu að gera jöfnunarmark en þá virtist vanta orku eftir erfitt 4-0 tap gegn Manchester United í miðri viku. Leikmenn Gladbach voru einnig orðnir verulega þreyttir undir lokin eftir 2-2 jafntefli gegn Real Madrid í miðri viku.

Inn fór boltinn ekki og lokatölur 1-0, fyrsta tap Leipzig á tímabilinu staðreynd. Þá eru aðeins tvö ósigruð lið eftir, Bayer Leverkusen og Wolfsburg, sem eiga bæði leik á morgun.

Leipzig er áfram í þriðja sæti, með 13 stig eftir 6 umferðir. Gladbach er í fjórða sæti með 11 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner