Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 13:57
Elvar Geir Magnússon
Gísli Eyjólfs í ÍA (Staðfest)
Gísli í leik með Breiðabliki.
Gísli í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur gengið frá samningi við Gísla Eyjólfsson sem mun leika með félaginu næstu þrjú árin.

Gísli er 31 árs og kemur til ÍA á frjálsri sölu frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstad FK. Hann hefur leikið 159 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 31 mark, auk þess sem hann hefur spilað 30 Evrópuleiki og 4 A-landsleiki fyrir Ísland.

Gísli var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks árið 2022 og hefur síðan þá leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð.

Fram kemur í tilkynningu ÍA að Gísli og fjölskylda hans munu setjast að á Akranesi.

„Við hjá ÍA bjóðum þau hjartanlega velkomin í Skagafjölskylduna. Þetta er frábær innspýting í félagið og mikilvæg viðbót við leikmannahópinn," segir í tilkynningu ÍA en liðið náði að halda sæti sínu í Bestu deildinni þrátt fyrir að hafa verið í erfiðri stöðu þegar nokkrar vikur voru eftir af tímabilinu.

Lárus Orri Sigurðsson náði að rétta skútuna við og verður áfam þjálfari liðsins.


Athugasemdir
banner
banner