Jonathan Rasheed skrifaði undir 1+1 samning við KA fyrir tímabilið en hann var fenginn til að berjast við Steinþór Má Auðunsson um aðalmarkmannsstöðuna fyrir norðan. Rasheed varð fyrir því óláni að slíta hásin skömmu eftir komuna til Íslands og gat ekki spilað með liðinu fyrr en undir lok tímabilsins.
„Þetta var mjög svekkjandi, þetta ár litaðist af endurhæfingu," segir Rasheed við Värnamo Nyheter í Svíþjóð.
Svíinn sinnti endurhæfingunni að mestu í Gautaborg en sneri svo til Íslands í haust og lék síðustu þrjá leiki KA á tímabilinu.
„Þetta var mjög svekkjandi, þetta ár litaðist af endurhæfingu," segir Rasheed við Värnamo Nyheter í Svíþjóð.
Svíinn sinnti endurhæfingunni að mestu í Gautaborg en sneri svo til Íslands í haust og lék síðustu þrjá leiki KA á tímabilinu.
„Ég var kannski ekki alveg 100% í fyrsta leiknum, en mér leið nægilega vel. Og það vr gaman. Við tryggðum sæti okkar í þeim leik og unnum síðustu tvo leikina. Það var gaman að komast aftur í bolta."
Rasheed sem verður 34 ára í næsta mánuði veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
„Ég raunverulega veit ekki hvað verður. Ég var í endurhæfingu í Gautaborg og krakkarnir eru byrjaðir í skóla þar. Það gerir möguleg skipti eitthvert annað flóknari en þegar við fluttum frá Värnamo. Við sjáum til hvernig við leysum það," segir Rasheed.
Úr viðtali við framkvæmdastjóra KA fyrr í mánuðinum
„Hann er einn af þessum mönnum sem við setjumst niður með. Það er fínt núna að sjá hann aðeins á vellinum og við förum svo yfir hlutina með honum, Stubbi (Steinþóri Má) og fleiri leikmönnum varðandi framhaldið," sagði Sævar Pétursson við Fótbolta.net þann 11. október.
Ef Stubbur fer annað, verður þá Rasheed áfram, og mögulega öfugt?
„Þeir voru báðir hjá okkur á þessu ári (Rasheed meiddur nánast allt tímabilið). Þetta er líka púsluspil hvað við gerum með Ívar Arnbro, við ræðum það við þjálfarana hvað sé best fyrir hvern leikmann í hvert skiptið. Þetta er púsluspil sem er að byrja í þessari viku," sagði framkvæmdastjórinn.
Athugasemdir



