Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mið 07. ágúst 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 5. sæti
Chelsea
Frank Lampard er tekinn við Chelsea.
Frank Lampard er tekinn við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea er spáð fimmta sæti.
Chelsea er spáð fimmta sæti.
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Mason Mount er efnilegur leikmaður sem spilaði undir stjórn Lampard hjá Derby á síðasta tímabili.
Mason Mount er efnilegur leikmaður sem spilaði undir stjórn Lampard hjá Derby á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Chelsea vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Liðið leikur í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Chelsea vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Liðið leikur í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag. Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Chelsea er spáð fimmta sætinu.

Um liðið Það eru athyglisverðir tímar framundan hjá Chelsea. Besti leikmaður liðsins síðustu ár, Eden Hazard, er horfinn á braut og er Frank Lampard sestur í stjórastólinn. Ungir leikmenn munu væntanlega fá tækifærið þar sem Chelsea er í félagaskiptabanni og það verður gaman að sjá hvernig fer.

Staða á síðasta tímabili: 3. sæti.

Stjórinn: Frank Lampard er búinn að fá draumastarf sitt, hann er tekinn við Chelsea. Lampard er goðsögn hjá Chelsea og einn besti leikmaður í sögu félagsins, ef ekki sá besti. Það eru skiptar skoðanir á þessari ráðningu því Lampard á aðeins eitt ár að baki sem knattspyrnustjóri. Hann gerði góða hluti með Derby í Championship-deildinni í fyrra og var ekki langt frá því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Styrkleikar: Þetta gæti kannski komið einhverjum á óvart, en félagaskiptabannið gæti mögulega reynt styrkleiki fyrir Chelsea. Bannið gæti gert það að verkum að ungir og efnilegir strákar fá loksins tækifærið, strákar sem hafa verið lánaðir út síðustu ár. Stuðningsmenn Chelsea hafa kallað eftir því að yngri leikmenn fái tækifærið og þeim verður væntanlega að ósk sinni í vetur. Varnarleikurinn var fínn hjá Chelsea á síðasta tímabili.

Veikleikar: Eden Hazard hvarf á braut. Hann var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður Chelsea. Hans verður sárt saknað. Chelsea hefði líklega keypt sóknarmann í sumar ef það hefði verið í boði. Tammy Abraham er efnilegur sóknarmaður, en hvort hann sé tilbúinn að leiða línuna hjá einu besta liði ensku úrvalsdeildarinnar er óvitað. Olivier Giroud og Michy Batshuayi koma einnig til greina í fremstu víglínu Chelsea

Talan: 211. Lampard er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea með 211 mörk.

Lykilmaður: N'Golo Kante
Kante er besti leikmaðurinn í leikmannahópi Chelsea. Var tiltölulega óþekkt nafn fyrir utan Frakklands þegar hann kom til Englands 2015. Hann er í dag einn besti miðjumaður í heimi og hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina með bæði Chelsea og Leicester. Hann er bestur þegar hann spilar djúpur á miðjunni, en á síðasta tímabili spilaði hann hærra uppi en hann er vanur. Það er vonandi að Lampard spili honum aftur í sinni bestu stöðu.

Fylgstu með: Christian Pulisic
Hann á að fylla það stóra skarð sem Hazard skilur eftir, að minnsta kosti að einhverju leyti. Helsta vonarstjarna Bandaríkjana og var hann keyptur frá Dortmund. Hann er aðeins tvítugur, en Chelsea keypti hann áður en félagið var dæmt í félagaskiptabann. Það eru einnig ungir leikmenn í Chelsea sem gaman verður að fylgjast með í vetur. Má þar nefna Tammy Abraham, Mason Mount og Callum Hudson-Odoi.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Það er bæði spennandi fyrir stuðningsmenn Chelsea og ógnvekjandi að þess dáðasti sonur, Frank Lampard, fái starfið á þessum tímapunkti. Hann er óreyndur og félagið er á erfiðum stað í félagskiptabanni en aftur á móti þekkir Lampard hvern krók og kima á Brúnni og veit fyrir hvað félagið stendur. Hann fær vafalítið tíma til að koma sínu handbragði á liðið enda lítið annað hægt þegar að hann fær ekki að versla leikmenn. Líklega fá ungir strákar alvöru mínútur núna því Lampard neyðist til að kasta þeim í djúpu laugina.“

Undirbúningstímabilið:
Bohemians 1 - 1 Chelsea
St Patrick's 0 - 4 Chelsea
Kawasaki Frontale 1 - 0 Chelsea
Barcelona 1 - 2 Chelsea
Reading 3 - 4 Chelsea
Salzburg 3 - 5 Chelsea
Gladbach 2 - 2 Chelsea

Komnir:
Christian Pulisic frá Dortmund - 58 milljónir punda
Mateo Kovacic frá Real Madrid - 40 milljónir punda

Farnir:
Eden Hazard frá Real Madrid - 88,5 milljónir punda
Ola Aina til Torino - 8,9 milljónir punda
Tomas Kalas til Bristol City - 8 milljónir punda
Matt Miazga til Reading - Á láni
Jay Dasilva til Bristol City - Kaupverð ekki gefið upp
Gary Cahill - Samningslaus
Rob Green - Hættur
Eduardo til Braga - Frítt
Mario Pasalic til Atalanta - Á láni
Charly Musonda til Vitesse - Á láni
Alvaro Morata til Atletico Madrid - Á láni
Daishawn Redan til Hertha Berlín - 2,3 milljónir punda
Ethan Ampadu til RB Leipzig - Á láni
Lewis Baker til Fortuna Dusseldorf - Á láni
Jake Clarke-Salter til Birmingham - Á láni

Þrír fyrstu leikir: Man Utd (Ú), Leicester (H), Norwich (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Chelsea, 126 stig
6. Arsenal, 122 stig
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Ungviði og engin kaup hjá Chelsea

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner