Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 07. október 2011 09:00
Sveinn Elías Jónsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Móralski dagurinn fór aðeins úr böndunum
Sumarið gert upp - Sveinn Elías Jónsson (Þór)
Sveinn Elías Jónsson
Sveinn Elías Jónsson
,,Móralski dagurinn okkar fór reyndar aðeins úr böndunum enda hafði títt nefndur Jón Jónsson verið að spila á Græna hattinum og þá ef einhverntímann ætti nú að vera tilefni til þess að fá sér eitt rauðvínsglas og tvo bjóra, sem og menn létu af verða og fengu lítið lof fyrir þá frammistöðu.
,,Móralski dagurinn okkar fór reyndar aðeins úr böndunum enda hafði títt nefndur Jón Jónsson verið að spila á Græna hattinum og þá ef einhverntímann ætti nú að vera tilefni til þess að fá sér eitt rauðvínsglas og tvo bjóra, sem og menn létu af verða og fengu lítið lof fyrir þá frammistöðu."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Að lokum þakka ég kærlega fyrir sumarið – sem ég vona að sé aðeins upphafið á nýju ævintýri þegar nokkur ný lið fá að koma í heimsókn í fyrsta skipti á Þórsvöllinn næsta sumar...t.d Skástrikið, Höttur, Tindastóll/Hvöt, KA (hafa í raun og veru aldrei mætt þrátt fyrir að hafa spilað þarna margsinnis), Liverpool, Arsenal eða Cardiff (Cardiff líklegastir í gegnum bikarkeppnina).
,,Að lokum þakka ég kærlega fyrir sumarið – sem ég vona að sé aðeins upphafið á nýju ævintýri þegar nokkur ný lið fá að koma í heimsókn í fyrsta skipti á Þórsvöllinn næsta sumar...t.d Skástrikið, Höttur, Tindastóll/Hvöt, KA (hafa í raun og veru aldrei mætt þrátt fyrir að hafa spilað þarna margsinnis), Liverpool, Arsenal eða Cardiff (Cardiff líklegastir í gegnum bikarkeppnina).
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Sveinn Elías Jónsson skrifaði pistil fyrir Þórsara og hann má sjá hér að neðan.Undirbúningur sumarsins var á margan hátt óhefbundin þar sem ekki hefur verið hefð fyrir æfingaferðum utanlands hjá Þór líkt og farið var í þetta árið til Portúgals. Uppúr stendur frábær hrekkur á Krilla sem milljónir manna sáu á youtube, nektarhlaup Steinars og Nella hrossabossa og auðvitað afmælisferð Gillesh á Sexy Restaurant í fylgd forráðamanns síns HPáls að ógleymdum hinum eina sanna Jóni Jónssyni sem við höldum mikið uppá = vel heppnuð æfingaferð!

Reynslulítið lið mætti til leiks í þetta mót og aðeins einn leikmaður sem byrjaði fyrsta leik sumarsins hafði áður spilað í efstu deild, hinn stóri og stæðilegi Gunnar Már a.k.a. Hr. Fjölnir en hann var hins vegar hvorki í leikformi né reitarformi á þessum tíma og var með að meðaltali 4 klobba á sig í hverjum reit.

Á meðan stórborgarliðin voru að venjast því að þurfa að fara norður í land var ákveðið að Þórsarar skyldu bara fá einn heimaleik í fyrstu 5 umferðum mótsins, okkur gekk bölvanlega að sækja stig í borgina þrátt fyrir að við höfum náð í 75% þeirra stiga sem við sóttum á útivöllum í sumar í þessum 4 fyrstu útileikjum, enda vorum við með hroka á þessum tíma og kölluðum andstæðinga okkar konur sem þykir víst fyrir neðan allar hellur...

Þegar við loksins fórum að fá gesti í heimsókn í Þórsvöllinn í þorpinu á Akureyri þá fór að myndast stemming í kringum liðið. Enda tókum við móralskan dag saman áður en við unnum ÍBVítaskytturnar og misstum unnin leik í jafntefli gegn Jóni Jónssyni og félögum í FH. Móralski dagurinn okkar fór reyndar aðeins úr böndunum enda hafði títt nefndur Jón Jónsson verið að spila á Græna hattinum og þá ef einhverntímann ætti nú að vera tilefni til þess að fá sér eitt rauðvínsglas og tvo bjóra, sem og menn létu af verða og fengu lítið lof fyrir þá frammistöðu. Agabræðurnir þeir Viggó, Porno og hans eldri bróðir Búsi/Orði/KP/Ógeðið/Kjélinn/Kallinn/Legendið/Svilinn/Kokkurinn/Bakkus tóku á sig sekt fyrir liðið og á sama tíma spratt upp þetta frábæra gengi. Við vorum ósigrandi á heimavelli í bikarkeppninni og íllviðráðanlegir heim að sækja í deildinni. Áður en við vissum af vorum við komnir í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins og á leið í Evrópukeppni, einnig í fyrsta skipti í sögu félagsins...var hægt að biðja um meira á einu tímabili???

En síðan var líkt og Selma Bjöss hefði sungið fyrir okkur You‘re all out of luck (Að einum aðila undanskildum sem sennilega fékk alla lukku liðsins...skamm) og gæfan yfirgaf okkur í rólegheitunum, við sváfum á verðinum og vorum mættir í fallbaráttu! Menn reyndu að twitta sig í gang en það virtist engu máli skipta (Hefðum sennilega átt að taka móralskan hitting á þessum tímapunkti – gott að vera vitur eftirá) Það var sennilega ekki fyrr en aðeins of seint að menn ætluðu virkilega að kippa þessu í liðinn en kipptu bara sjálfum sér í liðinn...það hélt okkur samt ekki uppi og 1. deildin blasti við að loknu miklu ævintýrasumri hjá okkur Þórsurum.

Að lokum þakka ég kærlega fyrir sumarið – sem ég vona að sé aðeins upphafið á nýju ævintýri þegar nokkur ný lið fá að koma í heimsókn í fyrsta skipti á Þórsvöllinn næsta sumar...t.d Skástrikið, Höttur, Tindastóll/Hvöt, KA (hafa í raun og veru aldrei mætt þrátt fyrir að hafa spilað þarna margsinnis), Liverpool, Arsenal eða Cardiff (Cardiff líklegastir í gegnum bikarkeppnina).

Með vinsemd og virðingu úr þorpinu,
El SveZ, Svellharður, Svessi Sígó, Svelías og Chicarito!

Sjá einnig:
Halldór Smári (Víkingur R.) - Þetta átti sko að vera 2114, ekki 2014
banner
banner