mán 19. mars 2012 21:33
Þórður Már Sigfússon
Heimild: CaughtOffside 
Liverpool að undirbúa tilboð í Gylfa?
Mynd: Getty Images
Breski vefmiðillinn CaughtOffside greinir frá því í kvöld að Liverpool hyggist gera tilboð í miðvallarleikmanninn Gylfa Þór Sigurðsson þegar félagaskiptaglugginn opnast í sumar.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins hefur Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, fylgst grannt með Gylfa að undanförnu en landsliðsmaðurinn hefur farið í kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk til liðs við félagið á lánssamningi frá Hoffenheim í janúar.

Gylfi hefur skorað fimm mörk í níu leikjum til þessa í deildinni auk þess sem hann hefur lagt upp þrjú mörk til viðbótar.

Hann er samningsbundinn Hoffenheim til ársins 2014 en Inter Milan, Bayern Munchen, Juventus, Hamburg og Aston Villa eru meðal þeirra liða sem Gylfi hefur verið orðaður við síðan í janúar.

Athugasemdir
banner
banner
banner