Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 31. janúar 2004 00:00
Magnús Már Einarsson
Umfjöllun um sigur Örgryte á ÍA
Mynd: Magnús Már Einarsson
Seinni leikur dagsins í Iceland Express mótinu var á milli sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte og bikarmeistara ÍA en þetta var úrslitaleikur mótsins. Örgryte sigraði KR 2-1 í undanúrslitum í gær en Skagamenn sigruðu Keflvíkinga 4-1 og því mátti búast við hörkuleik í dag og sú varð raunin en að lokum hafði Örgryte betur 3-1.

Svíarnir fengu óskabyrjun því að strax á annari mínútu skoraði Eric Gustafsson fyrsta mark leiksins með góðu skoti upp í hornið frá vítateig. Á áttundu mínútu skoraði Færeyski miðjumaðurinn Julian Johnsson með skalla eftir aukaspyrnu en markið var dæmt af vegna rangstöðu og það réttilega. Tveimur mínútum síðar fékk Julian boltann hægra megin í teignum en hann náði ekki að stilla fallbyssuna af og skot hans fór í innkast en reyndar var þetta nokkuð þröngt færi. Á 15.mínútu átti Haraldur Ingólfsson gott langskot sem að Tommy Naurin í marki Svíanna varði, Örgryte brunaði í sókn og Mentor Zhubi átti annað gott langsskot en Þórður Þórðarson var vel á verði í marki ÍA. Skagamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik og sóttu meira en leikmenn Örgryte beittu hinsvegar skyndisóknum og á 19.mínútu náði þeirr hættulegri sókn. Tveir sóknarmenn Örgryte voru gegn tveimur varnarmönnum ÍA, Zhubi komst einn gegn Þórði í þröngri stöðu en í stað þess að skjóta ákvað hann að gefa boltann og varnarmenn ÍA náðu að bjarga hættunni frá í bili.

Haraldur Ingólfsson og Pólverjinn, Dawid Banaczek áttu tvö ágætis langskot áður en að Örgryte komst í góða sókn á 34.mínútu og eftir mikinn darraðans í teignum náði Þórður markvörður Skagamanna að bjarga. Á 43.mínútu átti Jóhann Birnir Guðmundsson frábæra stungusendingu á Zhubi sem að komst í sannkallað dauðafæri en Þórður varði vel. Jóhann Birnir lék allan leikinn með Örgryte og voru þetta bestu tilþrif hans í leiknum en hann náði sér ekki nógu vel á strik. Þó er ljóst að hann styrkir lið Örgryte og þær fáu hornspyrnur sem liðið fékk í leiknum voru hættulegar en Jóhann tekur þær bæði hægra og vinstra megin fyrir liðið og eru spyrnur hans jafngóðar sama hvort að hann noti hægri eða vinstri fótinn. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og Örgryte 1-0 yfir í leikhléi.

Á 50.mínútu tók Kári Steinn Reynisson hornspyrnu fyrir Skagamenn. Boltinn barst á fjærstöng þar sem að Dawid Banaczek skoraði með skalla og jafnaði leikinn. Á 60.mínútu komst Örgryte aftur yfir. Eftir að boltinn mikinn darraðadans hægra megin í teignum náði Christian Hemberg að skora með þrumufleyg sem fór í slánna og inn. Erik Gustafsson og Paulinho Guréa áttu ágætis tilraunir fyrir Svíanna en líkt og í fyrri hálfleik voru það Skagamenn sem stjórnuðu ferðinni án þess þó að skapa sér góð færi. Svíarnir voru þó alltaf hættulegir í sínum sóknum og sköpuðu þeir sér nokkur hálffæri. Á 82.mínútu sendi Hjálmur Dór Hjálmsson á Ellert Jón Björnsson sem að komst upp að endamörkum. Ellert sendi boltann út á Julian Johnson sem að var í góðu skotfæri en varnarmaður Örgryte náði að bjarga í horn á seinustu stundu. Tveimur mínútum síðar fékk varamaðurinn Erik Johannesson boltann vinstra megin, lék á Hjálm og skoraði með fínu skoti. Undir lokin leyfðu þjálfarar beggja liða varamönnunum að spreyta sig og meðal annars fékk Atli Sveinn Þórarinsson að spila undir lokin en hann var ekki í byrjunarliði Örgryte þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins gegn KR í gær. Fleira markvert gerðist hinsvegar ekki í leiknum eftir mark Johannesson og lokatölur 3-1 Örgryte í vil.

Þar með sigraði sænska liðið Örgryte fyrsta Iceland Express Cup og vonandi verður svona mót haldið aftur að ári því að þetta mót tókst vel upp og var gaman að fá erlent lið til að keppa við þau íslensku.

Örgryte
12.Tommy Naurin
7.David Marek
3.Marcus Dahlin
18.Valter Tomaz Jr (26.Mikael Johansson 78.mín
14.Edwin Phiri
22.Jóhann Birnir Guðmundsson
6.Markus Johannesson (f)
11.Christian Hemberg (25.Johan Karlefjard 63.mín)
9.Eric Gustavsson (5.Tobias Lovgren 74.mín)
10.Paulinho Guára (2.Atli Sveinn Þórarinsson 83.mín)
20.Mentor Zhubi (24.Erik Johannesson 63.mín)

ÍA:
1.Þórður Þórðarson (12.Eyþór Ó. Frímannson 85.mín)
7.Hjálmur Dór Hjálmsson
4.Gunnlaugur Jónsson (f) (24.Kristján Hagalín Guðjónsson 85.mín)
17.Helgi Pétur Magnússon
2.Guðjón Heiðar Sveinsson (15.Andrés Vilhjálmsson 83.mín)
3.Julian Johnsson
8.Pálmi Haraldsson (26.Jón Pétur Pétursson 85.mín)
6.Haraldur Ingólfsson (28.Finnbogi Llorenz 54.mín)
11.Kári Steinn Reynisson (5.Ellert Jón Björnsson 63.mín)
9.David Banaczek
10.Stefán Þór Þórðarson (14.Garðar B. Gunnlaugsson 68.mín)
Athugasemdir
banner
banner
banner