Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 18. október 2013 12:45
Magnús Már Einarsson
Ari Freyr spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr spáir sigri hjá sínum mönnum í Liverpool.
Ari Freyr spáir sigri hjá sínum mönnum í Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ríkharð Óskar Guðnason, knattspyrnulýsandi á Stöð 2 Sport, fékk sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður og leikmaður OB í Danmörku, spáir í leikina að þessu sinni.

Newcastle 0 - 3 Liverpool (11:45 á morgun)
Ég er Liverpool maður og spái 3-0. Sturridge og Suarez eru of góðir fyrir Newcastle sem eru líka án Coloccini.

Arsenal 3 - 0 Norwich (14:00 á morgun)
Ég vona að Arsenal vinni 3-0 fyrir Fantasy liðið mitt. Ég held að Giroud og Ramsey séu ennþá heitir.

Chelsea 1 - 1 Cardiff (14:00 á morgun)
Ég vona að fyrirliðinn okkar setji eitt á Stamford Bridge.

Everton 2 - 1 Hull (14:00 á morgun)
Everton er á góðu skriði og ég held að Hull eigi ekki séns.

Man Utd 1 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Manchester er í skítnum á meðan Southampton er í dúndrandi formi. Ég held samt að United vinni 1-0 með marki frá Rooney.

Stoke 0 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Þetta verður sannfærandi Stoke leikur þar sem ekkert gerist.

Swansea 1 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Wilfried Bony klárar þetta fyrir Swansea.

West Ham 1 - 3 Manchester City (16:30 á morgun)
Þó að West Ham hafi slátrað Tottenham þá held ég að þeir muni finna fyrir því gegn City.

Aston Villa 0 - 2 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Gylfi leggur upp bæði mörkin fyrir Tottenham.

Crystal Palace 1 - 1 Fulham (19:00 á mánudag)
Þetta verður solid jafntefli.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner