Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. ágúst 2004 23:44
Magnús Már Einarsson
Einkaviðtal við Eið eftir leikinn í kvöld
Eiður Smári í kvöld
Eiður Smári í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Við hittum landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen að máli eftir leik en hann var duglegur í leiknum og skoraði eitt mark fyrir framan 20,204 áhorfendur sem að voru á leiknum en þeirra á meðal var Jose Mourinho stjóri Chelsea.

Til hamingju þetta var frábær sigur:
Já þetta var það. Við spiluðum virkilega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og ég held að við getum bara verið stoltir af okkur í dag.

Markið hvað viltu segja um það?
Ég var bara fyrstur til að bregðast við ég var að vonast til að markvörðurinn myndi ekki halda skotinu frá Gylfa og ég held að ég hafi bara verið fyrstur til að pota honum inn.

Fagnið (Eiður tók bréfberadansinn), var það skipulagt ásamt Sveppa? Já það er búið að bíða eftir þessu lengi. Ég var búinn að lofa þessu einhversstaðar að ég myndi koma með bréfberadansinn og loksins mundi ég eftir því.

Á ekkert að fara að fagna svona með Chelsea?
Ég veit það ekki það verður að koma í ljós. Ég ætla bara að einbeita mér að því að skora sem flest mörk síðan sjáum við til hvernig fagnið verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner