Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 22. september 2015 19:07
Arnar Geir Halldórsson
Sjáðu mörkin: U17 fór illa með Kasaka
Jónatan Ingi var á skotskónum í dag
Jónatan Ingi var á skotskónum í dag
Mynd: Kristján Bernburg
Íslenska landslið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann góðan sigur á Kasakstan fyrr í dag.

Leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Grindavíkurvelli. Næsti leikur Íslands er á fimmtudag þegar liðið mætir Grikklandi á Laugardalsvelli.

Jónatan Ingi Jónsson gerði tvö mörk og þeir Alex Þór Hauksson, Ísak Kristjánsson og Atli Hrafn Andrason gerðu sitt markið hver sem tryggði Íslandi 5-0 sigur.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og hefur nú verið tekið saman myndband með mörkum leiksins.

Smelltu hér til að sjá mörkin úr leiknum
Athugasemdir
banner