Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 18. mars 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Bogi Ágústs spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Bogi Ágústsson.
Bogi Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bogi spáir Tottenham sigri.  Hann segi að Harry Kane megi alls ekki meiðast.
Bogi spáir Tottenham sigri. Hann segi að Harry Kane megi alls ekki meiðast.
Mynd: Getty Images
Manchester City vinnur Manchester United samkvæmt spá Boga.
Manchester City vinnur Manchester United samkvæmt spá Boga.
Mynd: Getty Images
Rafa nær í mikilvæg stig með Newcastle samkvæmt spá Boga.
Rafa nær í mikilvæg stig með Newcastle samkvæmt spá Boga.
Mynd: Getty Images
Gunnleifur Gunnleifsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir viku.

Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni. Bogi er harður stuðningsmaður Tottenham en hann hefur ekki trú á að liðið nái toppliði Leicester áður en mótinu lýkur.

„Mér sýnist ekki. Ef þeir yrðu í einhverjum af fjórum efstu sætunum þá er þeim árangri náð sem stefnt var að. 2. sætið er ekki óraunhæft nema botninn detti úr liðinu," sagði Bogi.

„Þetta lið er mjög viðkvæmt að því leyti að það er fátt um fína drætti fram á við ef Harry Kane meiðist. Hann er svo ofboðslega mikilvægur í sókninni."



Everton 1 - 1 Arsenal (12:45 á morgun)
Arsenal hefur gengið afar illa í síðustu leikjum en Everton hefur gengið þokkalega. Mér finnst jafntefli líklegast.

Chelsea 2 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Þetta hefur verið vonbrigða season hjá Chelsea. West Ham er á mikilli siglingu og er með frábært lið en Chelsea hangir á jafnteflinu.

Crystal Palace 0 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Leicester hefur spilað óskaplega skemmtilegan fótbolta og það er gríðarlega góður andi hjá þeim. Ég vona sem Tottenham maður að Palace vinni en raunhæft þá tekur Leicester þetta.

Watford 2 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Watford virðist vera komnir í gang aftur og þeir unnu frækinn sigur á Arsenal í bikarnum. Stoke hefur á köflum spilað stórkostlega skemmtilega knattspyrnu, eitthvað sem maður hefur aldri tengt við Stoke City, en nú er aftur komið hikst í þá ágætu maskínu.

WBA 2 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Það er ógurlegur fallsvipur á Norwich.

Swansea 3 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Ef það er fallsvipur á Norwich þá er fallsvipur dauðans hjá Aston Villa. Þó að það séu margir ágætir einstaklingar í liðinu þá gengur ekkert upp.

Newcastle 2 -1 Sunderland (13:30 á sunnudag)
Þetta er einhver harðasti grannaslagur sem gengur laus. Ég hallast frekar að því að Newcastle vinni. Þeir voru óheppnir á móti Leicester og sýndu að þeir geta spilað góðan leik.

Southampton 3 - 2 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Liverpool fór rosalega illa með Southampton í bikarkeppninni. Southampton lætur það ekki koma fyrir aftur og vinnur 3-2 í markaleik.

Man City 2 - 0 Man Utd (16:00 á sunnudag)
City er um það bil að missa af séns á því að berjast um Englandsmeistaratitilinn og það vill liðið alls ekki. Pellegrini hefur líka eitthvað að sanna nú þegar hann er að fara. Hjartað er rifið úr Manchester City þegar Vincent Komapny er ekki með en ég held samt sem áður að þeir vinni.

Tottenham 3 - 1 Bournemouth (16:00 á sunnudag)
Tottenham vann Bournemouth stórt á útivelli og ég sé ekki annað í kortunum en að Tottenham vinni þennan leik 3-1.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner