Afturelding úr Mosfellsbæ sem leikur í 2.deild er að fá góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík. Hannes mun verja mark liðsins í stað Einars Hjörleifssonar sem genginn er til liðs við Víking Ólafsvík í 1.deildinni.
Hannes er stór og sterkur markvörður sem er einnig kvikur og fljótur. Hann er 21 árs en lenti um árið í mjög erfiðum axlarmeiðslum sem hann er nú orðinn góður af og eru þetta því mjög góðar fréttir fyrir Aftureldingu.
Hannes mun leika sinn síðasta leik fyrir Leikni í bili a.m.k. í dag kl.16 þegar liðið mætir Njarðvík í Deildabikarnum á heimavelli sínum.
Athugasemdir