Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er ósáttur við að fá að vita í gær að félagið myndi nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við hann.
Heimir hefur þjálfað FH undanfarin tíu ár eftir að hafa áður spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari. Hávær orðrómur er um að Ólafur Kristjánsson sé efstur á óskalista FH en hann hætti sem þjálfari Randers í Danmörku í fyrradag.
Í vikunni gengu bæði KR og Breiðablik frá ráðningum á þjálfurum og því eru möguleikar Heimis á öðrum þjálfarastörfum minni en ef hann hefði fengið að vita af brottrekstrinum fyrr. Heimir ætlar að halda áfram í þjálfun en í viðtali við RÚV í dag segist hann setja spurningamerki við tímasetninguna á brottrekstrinum.
Heimir hefur þjálfað FH undanfarin tíu ár eftir að hafa áður spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari. Hávær orðrómur er um að Ólafur Kristjánsson sé efstur á óskalista FH en hann hætti sem þjálfari Randers í Danmörku í fyrradag.
Í vikunni gengu bæði KR og Breiðablik frá ráðningum á þjálfurum og því eru möguleikar Heimis á öðrum þjálfarastörfum minni en ef hann hefði fengið að vita af brottrekstrinum fyrr. Heimir ætlar að halda áfram í þjálfun en í viðtali við RÚV í dag segist hann setja spurningamerki við tímasetninguna á brottrekstrinum.
„Ég er búinn að hafa þetta að atvinnu í tólf ár að þjálfa og að sjálfsögðu hef ég hug á því að halda því áfram. Það eina sem ég set spurningamerki við er tímasetningin á þessu, það er, að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrr,“ sagði Heimir í samtali við RÚV í dag.
„Það er í rauninni eina sem ég er ósáttur við, tímasetningin á þessu. Allt annað hefur verið frábært og mér hefur liðið svakalega vel hjá FH. En einar dyr lokast og þá opnast aðrar og þetta heldur bara áfram. Ég er bara bjartsýnn á gott framhald.“
FH endaði í 3. sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið samfleytt í efstu tveimur sætum deildarinnar frá árinu 2003.
„Það er ljóst að liðinu gekk ekki nógu vel í sumar og miðað við væntingarnar að þá vorum við undir pari þó svo að ég telji að það hafi á endanum verið „þjálffræðilegt“ afrek að koma þessu liði í Evrópukeppnina. En í þessum þjálfarabransa að þá getur þú átt von á því að svona hlutir gerist þegar það gengur ekki eins vel og menn vonuðu," sagði Heimir við RÚV.
Sjá einnig:
Heimir Guðjóns: Þetta er ákvörðun FH
Jón Rúnar: FH er alltaf með plan
Þjálfarakapallinn í Pepsi-deildinni skoðaður
Athugasemdir