Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
   fös 06. október 2017 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjóns: Þetta er ákvörðun FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau óvæntu tíðindi voru að berast að Heimir Guðjónsson væri hættur þjálfun karlaliðs FH.

Heimir hefur þjálfað FH samfleytt frá 2008!

Fótbolti.net náði í Heimi nú fyrir stuttu og spurði hann hvað hefði gerst, af hverju þetta væri að gerast núna.

„Það var uppsagnarákvæði í samningnum að hálfu beggja aðila frá 6. október til 15. október. FH nýtir sér ákvæðið sem er í samningnum," sagði Heimir við Fótbolta.net

„Þetta er ákvörðun FH."

Þessar fréttir koma mjög á óvart þar sem Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH staðfesti það á dögunum að Heimir yrði áfram við stjórnvölin í Kaplakrikanum. Hvað breyttist?

„Ég get því miður ekki svarað því. Þú verður að fá svar frá öðrum mönnum í sambandi við það."

Heimir ætlar að halda ótrauður áfram.

„Þetta kom upp í dag og að sjálfsögðu ætla ég að vera áfram í þjálfun. Svo verður bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós," sagði Heimir í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner