Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   mán 29. október 2018 10:38
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns þjálfari ársins í Færeyjum
Heimir tekur við verðlaunum sem þjálfari ársins.
Heimir tekur við verðlaunum sem þjálfari ársins.
Mynd: Venjarafelagið
Frábæru tímabili Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum lauk um helgina en hann var valinn þjálfari ársins.

Heimir tók við verðlaunagrip frá þjálfarafélagi Færeyja fyrir lokaumferðina sem leikin var síðasta laugardag.

HB fékk meistarabikarinn í hendurnar eftir 2-1 sigur gegn Víkingi frá Götu. HB setti nýtt stigamet, endaði með 73 stig, og verður erfitt að leika það eftir.

HB, sem er stærsta félag Færeyja, hafði endað í fimmta sætinu tvö síðustu ár en Heimir fékk það verkefni að rífa hlutina upp aftur og gerði það með stæl.

HB var nálægt því að taka tvöfalt en tapaði á dramatískan hátt fyrir grönnum sínum í B36 í bikarúrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner