Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 30. október 2018 13:06
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns um Binna Hlö: Bara alvöru menn sem koma þaðan!
Brynjar Hlöðversson lék lykilhlutverk með HB.
Brynjar Hlöðversson lék lykilhlutverk með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson segir að það hafi verið mikill happafengur fyrir HB að fá miðjumanninn Brynjar Hlöðversson frá Leikni.

Brynjar var lykilmaður hjá HB þegar liðið setti stigamet á liðnu tímabili í Færeyjum.

„Brynjar er úr gettóinu í Breiðholti. Það eru bara alvöru menn sem koma þaðan!" sagði Heimir þegar hann var spurður út í Íslendinginn í viðtali við færeyska sjónvarpið.

„Hann er uppalinn hjá Leikni og hafði alltaf haldið tryggð við félagið. En hann vildi breyta til og ég talaði við menn sem hafa þjálfað hann. Ég mundi sjálfur eftir honum þegar ég var að þjálfa, grjótharður."

„Allir sem ég töluðu við þeir töluðu mjög vel um hann. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki koma. Hann mætti og æfði með okkur og stóð sig gríðarlega vel," segir Heimir.

„Við ákváðum að semja við hann, ég held að hvorki ég né klúbburinn sjáum eftir því. Hann er feykilega mikilvægur þessu HB liði, bæði innan vallar sem utan. Hann er mikill liðsheildarmaður, baráttumaður og er góður að verja vörnina."

Auk Brynjars fékk Heimir til sín varnarmann fyrir tímabilið, Danann Lasse Andersen. Heimir segir að þeir tveir hafi gert aðra menn í kringum sig betri og hafi verið karakterar sem liðinu vantaði.

„Báðir þessir menn hafa leiðtogahæfileika sem eru mjög mikilvægir þegar þú ert að búa til lið. Við vorum mjög ánægðir með þeirra framlag í sumar," segir Heimir.

Heimir verður áfram með HB næsta sumar en óvíst er með Brynjar. Samningur Brynjars er runninn út en HB vill halda honum og viðræður standa yfir.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner