banner
   þri 16. apríl 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Rúnar Alex velur sitt lið
Draumalið Rúnars Alex.
Draumalið Rúnars Alex.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og rúmlega 1300 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður og leikmaður Dijon í Frakklandi er að sjálfsögðu búinn að búa til sitt draumalið.

„Ég ætla treysta á Beiti í markinu. KR vörnin í heild sinni er búin að vera þrusu flott á undirbúningstímabilinu og vonandi að það verði áfram þannig þegar deildin byrjar," segir Rúnar Alex sem stillir upp í leikkerfið 3-4-3.

„Ég er með þrjá sóknarsinnaða bakverði í vörninni sem munu vonandi skila mér nóg af stoðsendingum en líka einhverjum hreinum lökum."

Á miðunni er Rúnar síðan með blöndu af mörkum og stoðsendingum. „Siggi og Sam fá að taka mörg föst leikatriði sem vonandi enda í stigum fyrir mig og svo eru mörk í þeim öllum enda er gríðarlega mikilvægt að miðjumenn skili nokkrum mörkum á tímabili."

„Tobias hefur átt mjög gott undirbúningstímabil, ég ætla að treysta á hann í framlínunni ásamt Jakup, sem kom sterkur inn í FH liðið í fyrra og svo Emil Atla . Ef hann er að fara fá góða þjónustu frá samherjum sínum verður hann hrikalega öflugur fyrir HK. Þessir þrír munu vonandi skila mér 15-20 mörkum í sumar," sagði Rúnar Alex og er spenntur fyrir Pepsi Max-deildinni.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumalið Elíasar Más Ómarssonar
Draumalið Öglu Maríu Albertsdóttur
Draumalið Olivers Sigurjónssonar
Draumalið Arnórs Ingva Traustasonar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner