Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. apríl 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Oliver Sigurjóns velur sitt lið
Draumalið Olivers.
Draumalið Olivers.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og tæplega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Oliver Sigurjónsson leikmaður Bodo/Glimt í Noregi er búinn að stilla upp sínu liði fyrir tímabilið.

„Ég reyndi að velja liðið með stoðsendingar, mörk og þeir sem taka föst leikatriði í huga," sagði Oliver Sigurjónsson aðspurður hvernig hann valdi lið sitt.

„Gulli Gull er fyrstur á blað og ekki spurning. Kennie Chopart er gjöf sem varnarmaður, því hann fær clean sheet stig, assist og mörk. Það eru bestu kaup leiksins miðað við verð, 6 milljónir. Daði með frábæra löpp og tók föst leikatriði í fyrra og svo tekur Aron stundum aukaspyrnur og fær því sæti í mínu liði."

Hann er síðan með Hilmar Árna einn besta leikmann Pepsi-deildarinnar undanfarin ár.

„Sjarnan skora 80% marka sinna úr föstum leikatriðum eða klafsi, þess vegna er gott að hafa Hilmar. Emil rosalega góður leikmaður."

Oliver sagðist hafa verið að velja á milli Kaj Leo eða Birni Inga. í Valsliðinu. „Ég held að Kaj byrji mótið og því fær hann sæti í liðinu."

Hann velur Guðjón Pétur í liðið þrátt fyrir vangaveltur um framtíð hans. „Auðvitað er minn uppáhalds leikmaður Guðjón Pétur þarna, alltaf mörk og assist! Alltaf! Sama fyrir hvaða lið. "

Framlínan hjá Oliver er síðan gríðarlega sterk. „Thomas skorar. Tók séns með Viktor Jóns. og Tristan en held það eigi eftir að skila sér."

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner