Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Sigurjón Rúnars: Virkilega feginn að ekki fór verr
Sigurjón Rúnarsson.
Sigurjón Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sigurjón Rúnarsson varnarmaður Grindavíkur lenti í samstuði við Guðmund Magnússon í 2-2 jafntefli liðsins við ÍBV á laugardaginn. Vegna þessa þurfti að stöðva leikinn á 9. mínútu leiksins og ekki var hægt að hefja leik fyrr en rúmlega 20 mínútum síðar.

Óhugnaleg mynd náðist af höfuðmeiðslum Sigurjóns. Betur fór en á horfðist. Hann segist muna voða lítið eftir atvikinu sjálfu.

„Þetta gerðist svo rosalega hratt. Ég man að ég hafi legið í jörðinni. Ég var alltaf með meðvitund en þetta var sjokkerandi. Ég man þegar sjúkraþjálfarinn og Haukur liðstjóri komu að mér og sögðu við alla að það mætti ekki hreyfa við mér," sagði Sigurjón í samtali við Fótbolta.net í hádeginu.

„Ég lá bara grafkyrr í grasinu í góðar 20 mínútur. Síðan fór ég upp á spítala þar sem ég fór beint í sneiðmyndatöku sem kom vel út. Ég er tognaður í hálsinum og verð mjög stífur næstu daga," sagði Sigurjón sem er í meðhöndlun þessa dagana hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Hann verður frá æfingum næstu dagana.

„Ég er heppinn að vera með færan sjúkraþjálfara og ég verð hjá honum tvisvar sinnum á dag núna næstu daga. Þess á milli er ég í hálfskraga og að kæla. Læknirinn sagði að þetta gæti tekið 10-14 daga að jafna sig ef allt gengur vel."

Sigurjón setti mynd af atvikinu á Instagram síðu sína í gær og setti flugvélar við myndina. „Þetta lítur mjög illa út á myndunum og ég er virkilega feginn að ekki fór verr."

Foreldrar hans voru á vellinum og sátu í stúkunni sem var næst atvikinu. „Þau voru tíu skrefum frá þessu í stúkunn.i Það var mjög þægilegt að hafa þau á staðnum," sagði Sigurjón að lokum í samtali við Fótbolta.net

View this post on Instagram

✈️✈️

A post shared by Sigurjón Rúnarsson (@sigurjonrunars) on










Athugasemdir
banner
banner
banner