Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 03. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Hvaða framherjar eru á óskalista Solskjær fyrir janúar?
Margir leikmenn hafa verið orðaðir við Manchester United í slúðurpökkunum á Fótbolta.net undanfarna daga.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill bæta við framherja í hópinn í janúar en United hefur gengið illa að skora mörk á tímabilinu.

Sky Sports segir frá því í dag að Mario Mandzukic, framherji Juventus, og Callum Wilson, framherji Bournemouth, séu ofarlega á óskalista United fyrir janúar.

Daily Mail segir hins vegar að Ousmane Dembele hjá Barcelona, Timo Werner hjá RB Leipzig og Moussa Dembele hjá Lyon séu efstir á óskalistanum.

Ljóst þykir að Solskjær muni bæta við framherja í janúar en hann leyfði bæði Romelu Lukaku og Alexis Sanchez að fara til Inter í sumar.
Athugasemdir
banner
banner