Jose Mourinho, stjóri Benfica, lætur leikmenn sína gista á æfingasvæðinu eftir að þeir töpuðu gegn Braga í undanúrslitum portúgalska deildabikarsins.
Mourinho sagði að hann vonist þó til að leikmennirnir muni ekki sofa vel, heldur í staðinn nota tímann í að hugsa mikið.
Mourinho sagði að hann vonist þó til að leikmennirnir muni ekki sofa vel, heldur í staðinn nota tímann í að hugsa mikið.
Benfica tapaði 3-1 í gær og lauk leiknum með tíu leikmenn eftir að Nicolas Otamendi var rekinn af velli.
Leikmennirnir munu dvelja á æfingasvæðinu næstu daga.
„Leikmennirnir sofa á æfingasvæðinu, svo verður æfing á fimmtudag og daginn eftir verður svo önnur æfing," sagði Mourinho á fréttamannafundi eftir tapið gegn Braga.
„Ég vona að það verði eins með þá og mig, að þeir sofi ekki heldur hugsi mikið. Við þurfum að fara yfir málin og undirbúa okkur eins vel fyrir leikinn gegn Porto og hægt er."
Mourinho hefur unnið 14 af 23 leikjum síðan hann tók við Benfica í september. Liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum portúgalska bikarsins á miðvikudag. Benfica er í þriðja sæti portúgölsku deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Sporting.
Athugasemdir



